þriðjudagur, 9. júní 2009

Nýi heimurinn


Nýr heimur blasti við okkur þegar við komum aftur til Íslands um miðjan desember 2008.  Jólin voru jól, en allt var breytt.   Andrúm reiði og örvilnunar hafði tekið við og mótmælt á götum úti. Gamla Ísland var hrunið.  
Við Anna Sigga fórum ekkert af stað aftur eins og við höfðum ráðgert. Nú tók við barátta fyrir að halda starfinu og koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins. Hvoru tveggja hefur haldist enn sem komið er, hvað verður veit enginn.  
Nú er kominn júní og tæpir 6 mánuðir frá því að við komum til Íslands aftur.  Á þessum tíma hefur ríkisstjórn fallið og kosningar farið fram.  SPRON er fallinn og búið að flytja okkur nauðungaflutningum yfir í annan banka - óþverraástand - og ótótsbankinn er Kaupþing hinn nýi - sem betur væri ekki til.  
Og stjórnmálamennirnir sem áður voru í stjórnarandstöðu sitja nú á ráðherrastólum og haga sé nákvæmlega eins og forverar þeirra, aumingjar og dusilmenni sem liggja algerlega flatir fyrir erlendu ofurvaldi Breta og Hollendinga.  
Steingrímur Joð hefði betur sparað stóru orðin á þingi í kjölfar hrunsins. Hann hefur þurft að éta allt drulluna lóðrétt ofan í sig aftur og stendur nú og situr nákvæmlega eins og forveri hans Árni Matt - Hver er eiginlega munurinn á kúk og skít?
Og heilög Jóhanna sér þann kostinn vænstan að endurskilgreina vonlausa stöðu íslenskra heimila, með því bara að fullyrða að ástandið sé ekki svo slæmt - án þess þó að leggja fram nokkur rök máli sínu til stuðnings.  Þetta er svona eins og að fækka öryrkjum með því að endurskilgreina og þrengja hugtakið öryrki. 
Ekkert hefur verið gert íslenskum heimilum og fyrirækjum til bjargar.  Lausnirnar eru allar gamaldag lausnir sem byggja á skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga - þrautpíndar lausnir sem ekki hafa skilað neinu hingað til. 
Hvernig á þrautpínt og fallítt fyrirtæki að lifa af aukna skattheimtu ?, - það fer á hausinn og störf hverfa og hvernig eiga þrautpíndir launþegar að bera auknar byrðar skattheimtu?
Það er ömurlegt en satt að í fyrra seldi Landsbankinn hugmyndina um Íslenskt öryggi "ICESAVE" og sópaði inn sparifé erlendra sparifjáreienda til þess eins eins að eyða þessu fé og spenna í vonlaus fyrirtæki eigenda bankans og vandamanna þeirra.  Og nú á íslensk þjóð bara að borga hvað sem raular og tautar. Þjóðin hefur nú eignast óreiðuskuld upp á 670 milljarða króna sem bera 5,5% vexti þar til skuldin er að fullu greidd. Hvenær getur það orðið?
 Ákvörðun Steingríms Joð með dyggri aðstoðs þreytts sendiherra í Kaupinhafn hefur nú gert Íslendinga að þrælum.  
Íslenska öryggið hefur breytst í íslenskan þrældóm - ICESAVE then - ICESLAVE for ever.
Ég hef óbeit á stjórnmálamönnum hvar í flokki sem þeirr finnast.

1 ummæli:

Óli Jónz sagði...

Hugsanlega er Þorsteinn Guðmundsson með lausn á þessu öllu saman.

http://www.facebook.com/home.php?ref=logo#/video/video.php?v=1093178483181&ref=mf

Hann hefur margt viturlegt fram að færa um málefnið :)