fimmtudagur, 11. desember 2008

".......helvítis Íslendingar að mótmæla"

Þróun gengisvístölu frá 15.09 - 10.12.2008

Við tókum leigubíl heim í gærkveldi frá Tívolí. Við höfðum farið út að borða með Helle og Glenn, Lisbeth og Morten og Helle hafði valið Restaurant Vesuvio á Ráðhústorginu af því hann hentaði best út frá umferðartenginum. Við áttum fínt kvöld með krökkunum og ætluðum svo að ná leigubíl fyrir utan staðinn heim í íbúð. En því var ekki að heilsa. Hundruð manns létu öllum illum látuð á torginu þegar við komum út og óeirðalögreglan var að eltast við liðið út um allt torg. Við vissum ekki allveg hverju var verið að mótmæla og höfðum auðvitað strax áhyggjur af því að flugvellinum yrði lokað eins og í Bangkok og við kæmumst ekki heim fyrr enn eftir áramót. Alls staðar mótmæli eða fagnaðarlæti þar sem við komum.
Við þræddum okkur því varlega framhjá þessu "villta" fólki og upp að aðalinngangi Tívolís og náðum þar í bíl. 
Við spurðum að sjálfsögðu bílstjórann hvort hann vissi hvað gengi á þarna niðri á Ráðhústorgi og hverju haldið þið að hann hafi svarað?
Jú og án þess að vita uppruna okkar svaraði hann: "Det er nok nogle satans Islændinge der protesterer". 
Hér í Danmörku er mikið skrifað og rætt um skelfingarástandið á Íslandi. Við sem höfum verið fjarri frá því í um miðjan september vitum minna en Danir. Krakkarnir sem við borðuðum með í gær, Ole og Jytte og aðrir sem við höfum rætt við hafa miklar áhyggjur af íslenska ástandinu, landinu okkar sem hefur verið að þeirra sögn í klóm ótýndra glæpamanna um nokkurra ára skeið um leið og einfaldir stjórnmálamenn hafa verið hafðir að ginnungarfíflum. Hér fá íslenskir stjórnmálamenn ekki háa einkunn og því síður seðlabankastjórinn. 
Og við vitum minna en þeir.
Við erum spurð hvort við höfum ekki áhyggjur af því að fara heim og hvernig við höfum eiginlega komist af á þessari ferð okkar í ljósi fall íslensku krónunar og ástandsins á Íslandi.
Við höfum auðvitað haft áhyggjur, áhyggjur af fyrirtækinu mínu og frábæru starfsfólki sem virðist vera að missa vinnuna - það ömurlegasta sem ég hef þurft að gera um dagana er að segja fólki upp, mér þykir allt of vænt um fólk til þess að sætta mig við að þurfa að segja því upp.
Við höfum haft áhyggjur af öllum okkar góðu vinum og fjölskyldu og vonum auðvitað að allt lagist og þetta ömurlega ástand hverfi um leið og dagur lengist. Við höfum líka haft áhyggjur af okkur sjálfum  - hvort við gætum yfirhöfuð tekið út peninga til að ferðast fyrir, borða fyrir og lifa fyrir á ferð okkar um Asíu. Við höfum líka haft áhyggjur af ferðasjóði okkar sem átti að duga okkur þessa þrjá mánuði og gott betur. 
Og við erum að sjálfsögðu reið. Við erum reið af að vera komin í aðstöðu sem við höfum ekki sjálf komið okkur í. Við erum reið yfir að sparifé okkar og ferðasjóður hafi brunnið upp á undanförnum mánuðum af völdum óábyrgra fjármálaspekúlanta sem hefur tekist að hafa 300.000 manna þjóð að fíflum, svo miklum fíflum að forseti og fyrirmenn hafa meira en að segja borið þessa menn á brjóstum sér fullir stolts. Og svo reynast þeir það sem Anna mín kallaði "Rolla í fölsku skinni", vargar sem hafa með framferði sínu breytt einni ríkustu þjóð heims í fátækt og skuldugt land. Við höfum horft á krónuna lækka frá degi til dags í þrjá tæpa þrjá mánuði og áttum satt að segja erfitt með að brosa þegar hún fór að hækka nú í lok ferðar.
Lönd sem í hugum Íslendinga eru fátæk og verðlag þar lágt reyndust okkur bara frekar dýr þegar þangað var komið. Hver skyldi ætla að land eins og Thailand eða Víetnam séu með verðlag sem virtist hátt í okkar huga.
Tengdamamma hefur oft sagt þegar henni ofbýður vonska mannanna og óréttlæti heimsins að réttast væri að taka þessa menn og "hengja þá alla saman". Ég hef ekki alltaf áttað mig hverjir "þeir" eru og hef eiginlega aldrei gert ráð fyrir því að tengdamamma sé að tala um raunverulega hengingu, miklu frekar að réttast væri hengja þá upp á löppunum, þeim sjálfum til háðungar og öðrum til varnaðar.
Ég hef oft strítt henni á þessum ummælum en nú er svo komið að ég er henni hjartanlega sammála og legg til að og "þeir verðir hengdir allir saman" - þeir sem bera ábyrgð á því að slökkva gleðinnar ljós í hjörtum okkar Íslendinga.

þriðjudagur, 9. desember 2008

Wonderful wonderful Copenhagen

Þriðjudagur 9.12.2008 - kl 11:30
Við erum næstum því komin heim og FerðaPési þekkir eiginlega ekki annað heimili en CFMA38. Hann varð svaka glaður þegar við komun inn í íbúðina í gær.
Að baki var langt ferðalag. Eftir nótt í Bangkok komumst við með kvöldflugi á Doha í Qatar og aftur þaðan á Stokkhólm. Hvort flug um sig 7,5 klst og 2 stunda bið í Doha. Það var svolítið nýtt að stoppa á flugvelli í múslimsku landi þar sem sérstök bænaherbergi eru og kyngreind þar að auki. Annars var ekki mikið að sjá eða upplifa á Doha um miðja nótt. 
Lentum í Stokkhólmi um 6:00 að morgni sunnudags 7. december og misstum því mátulega af afmælisdegi systur minnar Birnu. Birna og Maddý systir Jónsa tóku á móti okkur og það var gaman að hitta fjölskylduna aftur eftir langa fjarveru. Lassi og Hedda vöknuðu við komu okkar og Bigó og Willy bættust við þegar líða tók á morgunn. Bibba og Lassi slógu svo upp afmælisveislu tvö um kvöldið fyrir okkur með góðum mat og rauðvíni - alveg frábært.
Stutt stopp í Stokkhólmi í norrænu gráviðri og kulda eftir 30 stiga hita í Thailandi. Við komumst í jólaskapið þegar við heimsóttum Steninge Slott og skoðuðum jólamarkaðinn - já "Nu er der jul igjen".
Bibba keyrði okkur svo á Arlanda flugvöllin um hádegið í gær, Maddý fór heim til Íslands enn við "heim" til Köben. 
Að sjálfsögðu tók Jytte á móti okkur á Kastrup, keyrði okkur "heim" á CFMA38 og fór svo og keypti inn í matinn fyrir okkur. Um kvöldið komu þau Ole og Jytte færandi hendi með kvöldmatinn og við áttum frábæra stund með þeim.
Það er gott að vera komin til Köben og næstum því heim. Við getum þó ekki neitað því að við bæði hlökkum til og kvíðum heimkomunni.
Nú er bara að njóta Kaupmannahafnar - jóla-Tívolíið er í fullum gangi og við finnum jólin nálgast. 
Veðrið er grátt og smá rigning og hitinn aðeins 3 gráður. Okkur finnst sólbrúnkan þegar vera farin að þvost af okkur.
Hér fáum við að heyra að Ísland hafi verið mikið í fréttum hér í Danmörku og þar sé skollin á alger kreppa fátæktar og myrkurs. Við ætlum þó að fara í bæinn á eftir og athuga hvort ekki sé hægt að kría út smá aumingjaafslátt fyrir fátæka íslendinga en það hjálpar líka að nú í lok þessa heimshornaflakks er mátulega kominn tími á að íslenska krónan fari hækkandi.

föstudagur, 5. desember 2008

Bhumibol Adulyadej (81) á afmæli í dag

Föstudagur 5 december 2008 - kl 19:45

Bhumibol á afmæli í dag

Er þetta amfælismaturinn og klikkaði einhver í stafsetningunni?

Jú kallinn á afmæli í dag og allt er skreytt alls staðar enda er hann dáður og dýrkaður hér í Thailandi. Í dag er frídagur í Thailandi og allir eru óvenju glaðir. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur frá Hua Hin á Dusit Princess hótelið í Bangkok benti hvað eftir annað á gullinnrammaðar myndir af kongi á leiðinni og sagðist elska hann - já konungur er vinsæll. Því var því tekið með miklum harmi að hann skyldi ekki ávarpa þjóðina á afmælinu sínu eins og hann hefur ávallt gert. Adúllíadei er með kvefpest og treysti sér bara ekki til þess. Helstu dagblöð borgarinnar birta myndir af  Adúllíadei kongi,  meira að segja ein sýnir hann með sultardropa á nefi (eða kannski bara svitadropa) og fyrirtæki og stofnanir senda honum sína innilegustu kveðjur.  Það höfum við líka gert.
Okkur datt svona í hug hvort afmælismaturinn hafi verið þessi "laxasúpa" sem við birtum á matseðlinum hér fyrir ofan eða þýðir þetta kannski eitthvað allt annað?
Við erum komin aftur til Bangkok og eyddum tímanum í síðustu geislum sólar á laugarbarminum við hótelið okkar. Ferðin frá Hua Hin tók 2,5 klst með brjáluðum bílstjóra og hér verðum við þangað til við fljúgum til Doha í Qatar annað kvöld, þó ekki nema hálfum öðrum sólarhring seinna en við áttum pantað.  Það verður að teljast gott því margir ferðamenn hér hafa mátt bíða í meira en viku.
Aðgerðir PAD (Peoples Alliance for Democracy - sumir setja reyndar "Against" í stað Alliance for) mælast misjafnlega fyrir og segja margir að taka flugvallana í Bangkok hafi verið algerlega óþörf. Áhrifin á túrismann eru gífurleg. Okkur var sagt í Hua Hin að flestallar pantanir um jól og áramót sé búið að afturkalla. Nýting hótela er aðeins um 20% í dag en ætti að vera 70-80%. Þetta er algert hrun og við merkjum það vel því ferðamenn í Hua Hin voru svo fáir að við vorkenndum eiginlega fólkinu sem á afkomu sína undir ferðamennskunni. 
En nú bæði kvíðum við og hlökkum til að fara af stað aftur áleiðis heim. Við ættum að lenda í Stokkhólmi að morgni sunnudags og þar munum við hitta systur Jónsa tvær - gaman.

fimmtudagur, 4. desember 2008

Sidasta kvoldid i Hua Hin

Fimmtudagur 4. december 2008 - kl 19:15.
Vid sitjum her a bar nidri i midbae Hua Hin a afskaplega yndislegum ekki stulknabar (no girlie-bar). Islenskir stafir ekki til.
Spiludum golf a konunglega golfvellinum i Hua Hin i dag. Jonsi for a 23 punktum, ekki vitad um Onnu Siggu skor. Skemmtilegur vollur rett vid jarnbrautarstodina (konungleg lika). Her er allt konunglegt (kongurinn lika) og kongurinn a einmitt afmaeli a morgun 5. dec - verdur 81. ars. Hatidaholdin hofust i fyrradag og vid tokum ad sjalfsogdu thatt i theim. Vid jarnbrautarstodina voru allstadar myndir af kongi og drottningu og skilti sem a stod "Do good for the king". Vid stodum tharna i fjolmenninu og tokum myndir af einhverju sem okkur thotti ahugavert og adur en vid vissum vorum vid bedin ad skrifa nafnid okkar i "gestabok" afmaelisbarnsins og hengdum svo godar hugsanir og kvedjur a streng thar vid hlidina ad godum buddiskum sid. Tha kom ad okkur ljosmyndari og sagdi okkur ad staldra vid thvi taka aetti mynd af okkur med borgarstjoranum i Hua Hin og fylgdarlidi hans. Undan tvi vard ad sjalfsogdu ekki skorist. Nu birtist sjalfsagt af okkur mynd med fyrirfolkinu i Hua Hinskum fjolmidlum. En hatidaholdin hofust nakvaemlega 100 klukkustundum fyrir afmaelisdaginn med thvi ad byrjad var ad syngja afmaelissongva konungi til heilla og sungid samfellt i 100 klst. Thegar vid spiludum golfvollinn fyrir aftan jarnbrautarstodina i dag tha heyrdum vid annad slagid ad sungnir voru konunglegir afmaelissongvar.
Vid erum fost her i Hua Hin. Flugid okkar i fyrramalid var fellt nidur og okkur sagt ad vid kaemumst i fyrsta lagi 8. dec. Eg er buinn ad pressa a og Bibba systir segist hafa sed bokuninni breytt i 6. dec. Vonum ad svo se svo vid getum heimsott hana og glatt a 55 ara afmaelinu hennar. En her er sol og sumar og allt yndislegt.

miðvikudagur, 3. desember 2008

Konunglegar jólakveðjur frá Önnu Siggu og Jónsa í Hua Hin

Þar sem komin er december, jólalögin hljóma og jólaskreytingarnar komnar upp finnst okkur tilhlýðilegt og ekki seinna vænna að senda jólakortin í ár.

Jólin 2008



Við hjónin sendum öllum vinum og vandamönnum, nær og fjær,  til sjávar og sveita um land allt og einkum og sér í lagi í Grennd, okkar innilegustu jóla- og nýárskveðjur héðan frá sumardvalarstað konungsins af Thailandi í Hua Hin.  

Anna Sigga og Jónsi

mánudagur, 1. desember 2008

Sól í Hua Hin


Mánudagur 1. desember 2008 - kl 12:15
Við höfum dvalið hér á Dehevan Dara Resort "í" Hua Hin í tvær nætur. Hitinn er um 23-34 gráður og glaða sólskin. Við setjum "" utan um íið því það eru áhöld hvort við séum yfir höfuð í Hua Hin. Í bæklingnum stendur að fjarlægð frá strönd og Talk of the town se um 15-20 mínútur. Jú það er nokkuð nálægt því að vera rétt. Við erum í ca 30 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Hua Hin og ströndinni og það er ekkert hér nálægt þessu resorti nema sykyrreyrsakrar, ekki sjoppa, ekki veitingastaður (nema á resortinu) - EKKERT. Að vísu er hægt að komast í bæinn með með hótelskutlu, sem fer á þriggja klukkutíma fresti en síðasti bíll "heim" er kl. 22:30. 
Við fórum inn í bæ í gærkveldi og nutum þess að ráfa um miðbæinn og skoða og fá okkur gott að borða. Við erum orðin hugfangin af steinhumar sem er mikið lostæti.
Lífið í miðborg Hua Hin virðist klárast um 10 leitið en þá hefst undirlífið sýnist okkur. Það var allavega góður gangur í því þegar við fórum heim á hótel. 
Enn einu sinni þurfum við læra af mistökunum. Hótel verður að vera miðsvæðis, eða í það minnsta nálægt lestar- eða metrostöð. Þegar maður ferðast vill maður vera þar sem lífið er - ekki í kirkjugarðinum.
Við ákváðum að skipuleggja síðustu dagana í Thalandi þannig að við værum 6 nætur á hverjum stað, Phuket, Samui og Hua Hin og pöntuðum og borguðum allt fyrirfram. Við sjáum svolítið eftir því því að kemur í veg fyrir að geta skipt um skoðun og flytja sig ef manni líkar ekki. Resortið hér í Hua Hin er t.d. dýrasta hótelið (3.500 Thb nóttin) en staðsetningin sú al versta.
Nú fer allur okkar tími í að velta því fyrir okkur hvernig og hvenær við komumst héðan frá Thailandi. Flugvöllurinn í Bangkok er enn lokaður - 88 vélar fengu að fara þaðan í morgun - tómar. Við eigum pantað far með Qatar airlines að morgni 5. desember en fáum engin svör fyrr en eftir tvo daga hvað gera þarf til að komast héðan.
Á meðan er bara að slaka á - gera eins og Thaiarnir sjálfir - brosa og láta eins og ekkert sé að.