Við erum komin til Köben og dveljum nú í íbúðinni CFMA38 þar til sunnudag. Þá hhöldum við til Moskvu og hefjum ferðina löngu. Við bíðum nú eftir vegbréfsáritun til Vietnam en hinar áritanirnar eru komnar í passana - þ.e. til Rússlands, Mongólíu og Kína.
Við erum að mestu búin að kaupa það sem vantaði, s.s. góða skó, nýjar töskur ofl.
Viðð notuðum líka tækifærið á meðan við erum hér í Köben að kaupa hluti fyrir íbúðina á CFMA. Nú eru komin fleiri ljós, speglar, púðar, sængurteppi ofl. og íbúðin verður vistlegri í hvert skipti sem við komum í hana.
Við prófuðum nýju hjólin sem Siggi og Birna keyptu. Þau eru flott og hraðskreið en hnakkarnir svo slæmir að okkur verkjar bæði á vissum stað.
Látum flylgja með myndir úr íbúðinni.
Nýji garðurinn er að verða mjög flottur.
Veðrið var svo gott í gær að við borðuðum hádegismatinn á svölunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli