fimmtudagur, 11. september 2008

Undirbúningur í gangi

Ferðaáætlunin er klár eins langt og hún nær. 
Við fljúgum til Kaupmannahafnar 15. september og áfram til Moskvu 21. september. Þar dveljum við tvo daga og förum svo með lest frá Moskvu til Beijing í Kína um Ulan Bator í Mongólíu þriðjudagskvöldið 23. september. 
Áætlaður komutími í Beijing er mánudags eftirmiðdagur 29. september. Lengra nær áætlunin ekki, en helstu áfangastaðir eru þó ákveðnir.

Engin ummæli: