
Mánudagur 1. desember 2008 - kl 12:15
Við höfum dvalið hér á Dehevan Dara Resort "í" Hua Hin í tvær nætur. Hitinn er um 23-34 gráður og glaða sólskin. Við setjum "" utan um íið því það eru áhöld hvort við séum yfir höfuð í Hua Hin. Í bæklingnum stendur að fjarlægð frá strönd og Talk of the town se um 15-20 mínútur. Jú það er nokkuð nálægt því að vera rétt. Við erum í ca 30 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Hua Hin og ströndinni og það er ekkert hér nálægt þessu resorti nema sykyrreyrsakrar, ekki sjoppa, ekki veitingastaður (nema á resortinu) - EKKERT. Að vísu er hægt að komast í bæinn með með hótelskutlu, sem fer á þriggja klukkutíma fresti en síðasti bíll "heim" er kl. 22:30.
Við fórum inn í bæ í gærkveldi og nutum þess að ráfa um miðbæinn og skoða og fá okkur gott að borða. Við erum orðin hugfangin af steinhumar sem er mikið lostæti.
Lífið í miðborg Hua Hin virðist klárast um 10 leitið en þá hefst undirlífið sýnist okkur. Það var allavega góður gangur í því þegar við fórum heim á hótel.
Enn einu sinni þurfum við læra af mistökunum. Hótel verður að vera miðsvæðis, eða í það minnsta nálægt lestar- eða metrostöð. Þegar maður ferðast vill maður vera þar sem lífið er - ekki í kirkjugarðinum.
Við ákváðum að skipuleggja síðustu dagana í Thalandi þannig að við værum 6 nætur á hverjum stað, Phuket, Samui og Hua Hin og pöntuðum og borguðum allt fyrirfram. Við sjáum svolítið eftir því því að kemur í veg fyrir að geta skipt um skoðun og flytja sig ef manni líkar ekki. Resortið hér í Hua Hin er t.d. dýrasta hótelið (3.500 Thb nóttin) en staðsetningin sú al versta.
Nú fer allur okkar tími í að velta því fyrir okkur hvernig og hvenær við komumst héðan frá Thailandi. Flugvöllurinn í Bangkok er enn lokaður - 88 vélar fengu að fara þaðan í morgun - tómar. Við eigum pantað far með Qatar airlines að morgni 5. desember en fáum engin svör fyrr en eftir tvo daga hvað gera þarf til að komast héðan.
Á meðan er bara að slaka á - gera eins og Thaiarnir sjálfir - brosa og láta eins og ekkert sé að.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli