föstudagur, 5. desember 2008

Bhumibol Adulyadej (81) á afmæli í dag

Föstudagur 5 december 2008 - kl 19:45

Bhumibol á afmæli í dag

Er þetta amfælismaturinn og klikkaði einhver í stafsetningunni?

Jú kallinn á afmæli í dag og allt er skreytt alls staðar enda er hann dáður og dýrkaður hér í Thailandi. Í dag er frídagur í Thailandi og allir eru óvenju glaðir. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur frá Hua Hin á Dusit Princess hótelið í Bangkok benti hvað eftir annað á gullinnrammaðar myndir af kongi á leiðinni og sagðist elska hann - já konungur er vinsæll. Því var því tekið með miklum harmi að hann skyldi ekki ávarpa þjóðina á afmælinu sínu eins og hann hefur ávallt gert. Adúllíadei er með kvefpest og treysti sér bara ekki til þess. Helstu dagblöð borgarinnar birta myndir af  Adúllíadei kongi,  meira að segja ein sýnir hann með sultardropa á nefi (eða kannski bara svitadropa) og fyrirtæki og stofnanir senda honum sína innilegustu kveðjur.  Það höfum við líka gert.
Okkur datt svona í hug hvort afmælismaturinn hafi verið þessi "laxasúpa" sem við birtum á matseðlinum hér fyrir ofan eða þýðir þetta kannski eitthvað allt annað?
Við erum komin aftur til Bangkok og eyddum tímanum í síðustu geislum sólar á laugarbarminum við hótelið okkar. Ferðin frá Hua Hin tók 2,5 klst með brjáluðum bílstjóra og hér verðum við þangað til við fljúgum til Doha í Qatar annað kvöld, þó ekki nema hálfum öðrum sólarhring seinna en við áttum pantað.  Það verður að teljast gott því margir ferðamenn hér hafa mátt bíða í meira en viku.
Aðgerðir PAD (Peoples Alliance for Democracy - sumir setja reyndar "Against" í stað Alliance for) mælast misjafnlega fyrir og segja margir að taka flugvallana í Bangkok hafi verið algerlega óþörf. Áhrifin á túrismann eru gífurleg. Okkur var sagt í Hua Hin að flestallar pantanir um jól og áramót sé búið að afturkalla. Nýting hótela er aðeins um 20% í dag en ætti að vera 70-80%. Þetta er algert hrun og við merkjum það vel því ferðamenn í Hua Hin voru svo fáir að við vorkenndum eiginlega fólkinu sem á afkomu sína undir ferðamennskunni. 
En nú bæði kvíðum við og hlökkum til að fara af stað aftur áleiðis heim. Við ættum að lenda í Stokkhólmi að morgni sunnudags og þar munum við hitta systur Jónsa tvær - gaman.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svooooo sæl/loksins kemst ég inná bloggið, sé þó ekki myndasíðuna en allt er þetta minni eld gömlu eld imac að kenna- Siggi sendi síðuna hingað heim 9 oktober og í dag er fyrst dagurinn sem síðan opnast??? ekki spyrja mig? En mikið gaman hafði ég af því að lesa alla ferðadagbókina og oft í kvöld hef ég skellt uppúr og séð ykkur alsæl og sæt fyrir mér í hinum ýmsu situasjónum. Og Oh my god! þetta er búið núna - hingað heim í ruglið.... NEI-i hér er ekkert séstakt...alls ekkert- það er þó kannski huggun að stoppa í Stokkh fyrst? Bibba systir er allavega orðheppin og skemmtileg........ En annars ! er ekki júlefrokost í Köben var það ekki planað -ef það plan stendur verður nú ekki leiðinlegt og frá mörgu misjöfnu að segja - Siggi kemur til baka úr pílagríms vesturfara ferðinni til Winnipeg á mánudaginn og þá kemur þetta nú allt betur á daginn

Annars óska ég ykkur góðrar ferðar í norður og hlakka hrillilega til að sjá ykkur aftur- þess vegna engar jólakveðjur strax..Kossogknús
Sigga
og auðvitað Bhumiboli lengi lifi.

Nafnlaus sagði...

Rigtig god rejse hjemad

Hilsen Birgit

Nafnlaus sagði...

Við erum klárlega langflottust á dansgólfinu, um annað er ekki að ræða:


http://elfyourself.jibjab.com/view/HVm1VMGoUdBMyCY8

Svaðallega fly fjölskylda á ferðinni!

Kv. Stella, dóttir ykkar á Íslandi, sem hefur ekki heyrt í ykkur í svona viku :P og eyðir því tíma sínum í svona skemmtilegheit til að reyna muna hvernig þið lítið út!