þriðjudagur, 9. desember 2008

Wonderful wonderful Copenhagen

Þriðjudagur 9.12.2008 - kl 11:30
Við erum næstum því komin heim og FerðaPési þekkir eiginlega ekki annað heimili en CFMA38. Hann varð svaka glaður þegar við komun inn í íbúðina í gær.
Að baki var langt ferðalag. Eftir nótt í Bangkok komumst við með kvöldflugi á Doha í Qatar og aftur þaðan á Stokkhólm. Hvort flug um sig 7,5 klst og 2 stunda bið í Doha. Það var svolítið nýtt að stoppa á flugvelli í múslimsku landi þar sem sérstök bænaherbergi eru og kyngreind þar að auki. Annars var ekki mikið að sjá eða upplifa á Doha um miðja nótt. 
Lentum í Stokkhólmi um 6:00 að morgni sunnudags 7. december og misstum því mátulega af afmælisdegi systur minnar Birnu. Birna og Maddý systir Jónsa tóku á móti okkur og það var gaman að hitta fjölskylduna aftur eftir langa fjarveru. Lassi og Hedda vöknuðu við komu okkar og Bigó og Willy bættust við þegar líða tók á morgunn. Bibba og Lassi slógu svo upp afmælisveislu tvö um kvöldið fyrir okkur með góðum mat og rauðvíni - alveg frábært.
Stutt stopp í Stokkhólmi í norrænu gráviðri og kulda eftir 30 stiga hita í Thailandi. Við komumst í jólaskapið þegar við heimsóttum Steninge Slott og skoðuðum jólamarkaðinn - já "Nu er der jul igjen".
Bibba keyrði okkur svo á Arlanda flugvöllin um hádegið í gær, Maddý fór heim til Íslands enn við "heim" til Köben. 
Að sjálfsögðu tók Jytte á móti okkur á Kastrup, keyrði okkur "heim" á CFMA38 og fór svo og keypti inn í matinn fyrir okkur. Um kvöldið komu þau Ole og Jytte færandi hendi með kvöldmatinn og við áttum frábæra stund með þeim.
Það er gott að vera komin til Köben og næstum því heim. Við getum þó ekki neitað því að við bæði hlökkum til og kvíðum heimkomunni.
Nú er bara að njóta Kaupmannahafnar - jóla-Tívolíið er í fullum gangi og við finnum jólin nálgast. 
Veðrið er grátt og smá rigning og hitinn aðeins 3 gráður. Okkur finnst sólbrúnkan þegar vera farin að þvost af okkur.
Hér fáum við að heyra að Ísland hafi verið mikið í fréttum hér í Danmörku og þar sé skollin á alger kreppa fátæktar og myrkurs. Við ætlum þó að fara í bæinn á eftir og athuga hvort ekki sé hægt að kría út smá aumingjaafslátt fyrir fátæka íslendinga en það hjálpar líka að nú í lok þessa heimshornaflakks er mátulega kominn tími á að íslenska krónan fari hækkandi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkommen næsten hjem, København er nu altid dejlig.

Kronen stiger så vi kan få råd til at købe jule mad- og gaver!

Men I kan da altid få noget at spise hos min mor!

Hun er så bekymret over situationen her at hun spørger hver gang vi taler sammen "har I nu noget at spise, kan jeg sende jer nogle penge".
Jeg må indrømme at jeg gerne ville vide hvad er sagt om Island i Danmark!

Det bliver spændene at høre jeres reaktion når I har været hjemme et par dage.


Nyd København

mange hilsener Birgit

Nafnlaus sagði...



Hlakka til að sjá ykkur, það hefur verið gaman að fylgjast með ferðalaginu. Nú er bara að koma heim og bjarga landanum og krónunni, treysti á ykkur.

Kveðja,
Óli Jóns (eldri)