fimmtudagur, 11. desember 2008

".......helvítis Íslendingar að mótmæla"

Þróun gengisvístölu frá 15.09 - 10.12.2008

Við tókum leigubíl heim í gærkveldi frá Tívolí. Við höfðum farið út að borða með Helle og Glenn, Lisbeth og Morten og Helle hafði valið Restaurant Vesuvio á Ráðhústorginu af því hann hentaði best út frá umferðartenginum. Við áttum fínt kvöld með krökkunum og ætluðum svo að ná leigubíl fyrir utan staðinn heim í íbúð. En því var ekki að heilsa. Hundruð manns létu öllum illum látuð á torginu þegar við komum út og óeirðalögreglan var að eltast við liðið út um allt torg. Við vissum ekki allveg hverju var verið að mótmæla og höfðum auðvitað strax áhyggjur af því að flugvellinum yrði lokað eins og í Bangkok og við kæmumst ekki heim fyrr enn eftir áramót. Alls staðar mótmæli eða fagnaðarlæti þar sem við komum.
Við þræddum okkur því varlega framhjá þessu "villta" fólki og upp að aðalinngangi Tívolís og náðum þar í bíl. 
Við spurðum að sjálfsögðu bílstjórann hvort hann vissi hvað gengi á þarna niðri á Ráðhústorgi og hverju haldið þið að hann hafi svarað?
Jú og án þess að vita uppruna okkar svaraði hann: "Det er nok nogle satans Islændinge der protesterer". 
Hér í Danmörku er mikið skrifað og rætt um skelfingarástandið á Íslandi. Við sem höfum verið fjarri frá því í um miðjan september vitum minna en Danir. Krakkarnir sem við borðuðum með í gær, Ole og Jytte og aðrir sem við höfum rætt við hafa miklar áhyggjur af íslenska ástandinu, landinu okkar sem hefur verið að þeirra sögn í klóm ótýndra glæpamanna um nokkurra ára skeið um leið og einfaldir stjórnmálamenn hafa verið hafðir að ginnungarfíflum. Hér fá íslenskir stjórnmálamenn ekki háa einkunn og því síður seðlabankastjórinn. 
Og við vitum minna en þeir.
Við erum spurð hvort við höfum ekki áhyggjur af því að fara heim og hvernig við höfum eiginlega komist af á þessari ferð okkar í ljósi fall íslensku krónunar og ástandsins á Íslandi.
Við höfum auðvitað haft áhyggjur, áhyggjur af fyrirtækinu mínu og frábæru starfsfólki sem virðist vera að missa vinnuna - það ömurlegasta sem ég hef þurft að gera um dagana er að segja fólki upp, mér þykir allt of vænt um fólk til þess að sætta mig við að þurfa að segja því upp.
Við höfum haft áhyggjur af öllum okkar góðu vinum og fjölskyldu og vonum auðvitað að allt lagist og þetta ömurlega ástand hverfi um leið og dagur lengist. Við höfum líka haft áhyggjur af okkur sjálfum  - hvort við gætum yfirhöfuð tekið út peninga til að ferðast fyrir, borða fyrir og lifa fyrir á ferð okkar um Asíu. Við höfum líka haft áhyggjur af ferðasjóði okkar sem átti að duga okkur þessa þrjá mánuði og gott betur. 
Og við erum að sjálfsögðu reið. Við erum reið af að vera komin í aðstöðu sem við höfum ekki sjálf komið okkur í. Við erum reið yfir að sparifé okkar og ferðasjóður hafi brunnið upp á undanförnum mánuðum af völdum óábyrgra fjármálaspekúlanta sem hefur tekist að hafa 300.000 manna þjóð að fíflum, svo miklum fíflum að forseti og fyrirmenn hafa meira en að segja borið þessa menn á brjóstum sér fullir stolts. Og svo reynast þeir það sem Anna mín kallaði "Rolla í fölsku skinni", vargar sem hafa með framferði sínu breytt einni ríkustu þjóð heims í fátækt og skuldugt land. Við höfum horft á krónuna lækka frá degi til dags í þrjá tæpa þrjá mánuði og áttum satt að segja erfitt með að brosa þegar hún fór að hækka nú í lok ferðar.
Lönd sem í hugum Íslendinga eru fátæk og verðlag þar lágt reyndust okkur bara frekar dýr þegar þangað var komið. Hver skyldi ætla að land eins og Thailand eða Víetnam séu með verðlag sem virtist hátt í okkar huga.
Tengdamamma hefur oft sagt þegar henni ofbýður vonska mannanna og óréttlæti heimsins að réttast væri að taka þessa menn og "hengja þá alla saman". Ég hef ekki alltaf áttað mig hverjir "þeir" eru og hef eiginlega aldrei gert ráð fyrir því að tengdamamma sé að tala um raunverulega hengingu, miklu frekar að réttast væri hengja þá upp á löppunum, þeim sjálfum til háðungar og öðrum til varnaðar.
Ég hef oft strítt henni á þessum ummælum en nú er svo komið að ég er henni hjartanlega sammála og legg til að og "þeir verðir hengdir allir saman" - þeir sem bera ábyrgð á því að slökkva gleðinnar ljós í hjörtum okkar Íslendinga.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkommen hjem når I kommer til landet igen, og velkommen i forsamlingen af vrede landsmænd.

Her har vi da også været med hjertet i halsen over hvordan det gik jer ude i den store verden, men jeg regnede med at I nok havde så mange gode venner ude i Danmark, der helt sikkert ville og kunne redde jer hjem hvis det havde gået helt galt.

Indtil videre ha´ det så godt i Danevang.

mange hilsener Birgit

Nafnlaus sagði...

Ég fékk sjokk í dag... ég veit við höfum lifað í vellystingum en guð minn góður... maður getur ekkert gert lengur... sér til skemmtunar... eina sem ég hef eytt í umfram mat er áfengi.. og núna er það að hækka ásamt öllu öðru.. föt sem Melkorka keypti í síðustu viku á 2600 kosta núna 4800! HVAÐ ER AÐ?! Ég hef ekki farið í bíó í 3 mánuði! ÞETTA LAND SÖKKAR! Ég vil flytja burt... mikið djöfull er ég fegin að ég á ekki barn og að ég er ekki á lánum og ég á ekki bláfátæka foreldra... :) takk fyrir alla hjálp :D ef hennar nyti ekki þá væri ég dáin úr hungri...

Kv Stella þakkláta dóttirin ykkar