miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Litli Stokkhólmur - sænskar kjötbollur á Phuket


Litla Ítalía er í New York, Tromsö er stundum kölluð Feneyjar norðursins, Búkarest var um tíma kölluð litla París og Chinatown finnst í velflestum stórborgum heimsins.  Það má með sanni segja að hér á Kataströndinni á Phuket séum við komin til Litla Stokkhólms. Hér er annar hver ferðamaður sænskur, þjónarnir á mörgum veitingastöðunum slá um sig með sænskum frösum, klæðskerarnir flíka sænskukunnáttu sinni og ljósritaðar netútgáfur sænskra dagblaða eru seldar á 180-200 THB í verslunum. Hér er jafnvel boðið upp á sænskar pönnukökur og kjötbollur og sænska bari má finna hér. Hér ávarpa menn hver annan á sænsku en það eina sem vantar er Ikea. Þó getur vel verið að Ikea sé hér þótt við höfum ekki séð það, en við drukkum þó úr sænskum Ikeabollum á Bug & Bee í Bangkok. Já Phuket er sænsk sumarparadís og þótt Tsunami sem skall hér á eyjunni annan jóladag 2004 hafi markað djúp spor í sænska þjóðarsál þá halda þeir tryggð við svæðið.
Hingað erum við hjónakornin mætt og líkar bara vel. Við verðum á Phuket í sex daga og notuðum tækifærið í dag til að heimsækja Phi Phi eyjarnar þar sem kvikmyndin "The Beach" var fest á filmu (við höfum að vísu ekki séð hana). Þrátt fyrir sólarleysi og rigningu í lok ferðar tókst Jónsa að brenna svo hressilega að hann fer tæpast í mikla sól næstu daga. 
Tailand býr yfir mikilli fjölbreytni. Við áttum þrjá daga í Bangkok en vorum ekki sérlega hugfangin af þeirri borg (sjá ljósmyndabloggið okkar). Betur líkaði okkur heimsóknin til Kanchanaburi og Kwai þar sem  við fórum á fílsbak og klöppuðum tígrum og strandlífið á vonandi eftir að verða okkur skemmtilegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hej igen

flotte billeder, her er der bare sne igen.

Det er aabenbart internationalt det der med at haenge sit toej paa traeer, saa forleden dag en udsendelsen om Kludeegen paa Sjaelland - der haenger folk sit toej for at blive raske. Hvad er historien i Tailand?

Julelysene er ved at komme op - det hjaelper lidt i denne moerke tid

Kan I have det saa godt

mange hilsener Birgit