mánudagur, 10. nóvember 2008

Sæhestar í Mui Ne

Sandöldurnar í Mui Ne

Fiskimannaþorpið í Mui Ne

Það voru engir sæhestar á matseðlinum í Mui Ne, en hótelið okkar hét Seahorse Resort. 
Við erum sem sagt komin aftur til Ho Chi Minh/Saigon eftir 7 daga dvöl á sólarströnd. Okkur tókst á þriðja degi að fá herbergi með inniklósetti (og rennandi vatni) og viti menn eftir það fengum við engin mýbit. Allt varð gott og og við gátum aftur einbeitt okkur að megintilgangi dvalarinnar - að liggja í sólbaði og leti, lesa, leysa sudoku og hafa það huggulegt.
Hotelresortin á Mui Ne eru mörg mjög flott og okkar var það líka. Okkur finnst þau þó Mui Ne vera frekar fábrotinn staður sem enn er á frumstigi uppbyggingar í ferðamannaþjónustu og því frekar of hátt verðlagður m.v. gæði. Við uppgötvuðum á fyrsta degi að við vorum eiginlega kominn í rússneska ferðamannanýlendu. 95% gesta eru Rússar, 4% Þjóðverjar og 2 stk Íslendingar. Matseðlar voru allstaðar á rússnesku en verðin samt sem áður í US-dollurum.
Við fundum góðan sjávarréttamatsölustað, sem bar af. Hann var kannski svolítið kínki - svona Bavarískur, Tékkneskur matsölustaður með miðevrópskri túbutónlist og tékkneskum bjór sem þeir brugga sjálfir. Matinn er hinsvegar hægt að velja úr kerjum með rækjum, kolkrabba og öðru sjávarfangi. Og sjávarfangið svíkur ekki - við enduðum með að borða þar þrisvar sinnum og höfðum gott af. 
Það er ekki margt að skoða í nágrenni hótelsins. Við fórum þó hálfan dag og skoðuðum lítið fiskimannaþorp og sandöldur ásamt nýju golfsvæði sem er enn í uppbyggingu og verður þegar það er komið í notkun eftir ca 1 ár risastórt og flott svæði.
Í dag ákváðum við svo að keyra með leigubíl inn til Saigon í stað þess að taka rútuna. Við sáum ekki eftir því. Þó það hafi verið dýrara þá tók það mun skemmri tíma og í alla staði þægilegra. 
Við  sitjum nú á Hotel Mifuki kl. 8 að kveldi og leiðinni að fá okkur eitthvað í svanginn

Engin ummæli: