miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Á sigurdegi Baraks Obama Bin Laden

Það fór eins og flestir Evrópubúar vonuðust til - hægrimaðurinn Obama sigraði harðlínu hægri manninn Mc Cain. Megi það vita á gott - betri fréttir en óttast mátti.
Tímabundið heimili okkar á Seahore Resort
Ströndin "okkar"

Selurinn Snorri

Sjálf erum við sigurvegarar líka. Í dag náðum við í fyrsta sinn í ferðinni okkar að liggja nánast til óhreyfð á sólarbekk í allan dag. Og hví líkur sigur - bæði brunnin (og mýbitin) - lítum út eins og karfar. Maður lærir aldrei.  Byrjar fyrsta sólardaginn á sólarströnd alltaf á því að segja - muna að passa sig - bera á sig sólarvörnina og liggja bara þrjá tíma.  Græðgin vinnur alltaf - lágum (alla vega) fjóra og hálfan því það var soldið skýjað og við skaðbrunnin. Þetta gerðist líka síðast (og þar áður).

Við komum hingað á Seahorse Resort í Mui Ne í gær eftirmiddag eftir um 5 klst ferð í rútu frá Saigon. Það var falleg ferð en soldið of löng. Við fengum ágætis herbergi í Bungalow with a garden view. Það er gott eins og það nær. Fínt herbergi með svona úti/inni baðherbergi. Það þýðir að herbergið er úti en undir þaki og maður verður mýbitinn á rassinum við það eitt að setjast á skálina - Anna Sigga er alveg snarbrjáluð. Þetta væri allt í lagi ef maður hefði líka inni klósett en því er ekki til að dreifa. Við sofum undir mýflugnaneti en það hjálpar ekkert þegar maður þarf að pissa á þessu rómantíska útiklósetti um miðja nótt.
Hér fallegt og hér ætlum við að vera næstu fimm nætur og njóta sólar og hvíldar við lestur góðra bóka.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahah ég hló oft upphátt við lestur þessa bloggs :)... en gott þið getið slakað á.

Stella

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar. Reynið bara að halda rómantíkinni gangandi. Spurning að klæða sig í plastpoka á nóttunni??

Kveðja,
Óli

Nafnlaus sagði...

Hæ kæru hjón
vonandi njótið þið daganna í afslöppuninni. Ég held það hljóti að vera nauðsynlegt að slappa af og vinna úr öllu þessu sem þið eruð að upplifa. Þvílíkt flottar myndir og dugnaður í textagerð!! Ég er búin að dreyfa síðunni aðeins meðal sumarhúsaeigenda, svo fleiri eru farnir að fylgjast með ykkur. Kíktum á gluggana hjá ykkur í sveitinni allt ok. Kveðja Fríða og Jói

Nafnlaus sagði...

hej igen

det er ligesom jeg kan huske noget om sol og sommer og islændinge i solen. - Lærer I aldrig?

Men myggene - og saa spoerger folk hvorfor jeg bor i Island. Myggene ved Myvatn var ikke noget imod de svenske, hvad saa de vietnamesiske!

Her gaar det stille og roligt - sneen er vaek, og julepynten er ved at komme frem.
Var i Glerartorg, - krise og varemangel - hvad er det? Her kan man stadig faa de underligste ting.

Nyd dagene
mange hilsener fra os alle i Akureyri
Birgit

Nafnlaus sagði...

Halló
Erum að skoða síðustu færslur og myndir, og er mikið gaman að sjá
hvað þið upplifið og góðar myndir.
Njótið lífsins.

kveðja úr Kleifarselinu