Við erum enn inni á herbergi en stefnum á að koma okkur af stað rétt strax. Til að taka af allan vafa - við erum ekki í Bangkok - og því ekki í neinni hættu vegna mótmæla og óeirða við flugvöllinn en vonum að sjálfsögðu að ástandið verði betra þegar við förum í gegn um Bangkok flugvöll að morgni 5. desember.
En hér hefur rignt svo mikið undanfarna drjá daga að það liggur við að við sjálf förum út að mótmæla rigningunni. Hér er bókstaflega allt á floti vegna rigninga og slotar líklega ekki fyrr en á morgun eða föstudag. Laugardagur skiptir ekki máli því þá förum við héðan hvort sem er.
Við höfum notið þess að hitta Friðrik hérna á Samui. Hann fór með okkur umhverfis eyjuna í gær og lánaði okkur bílinn sinn það sem eftir er dvalar hér á eyjunni. Við keyrðum svolítið í gær og ég upplifði í fyrsta sinn á æfinni að keyra i vinstri umferð - það var svolítið skrýtið en venst eins og allt.
Förum af stað - með óhreinan þvott sem hægt er að láta vaska og strauja fyrir 30-50 Thb.
Og svo vonum við bara að sólin fari að sýna sig.
Einhverjir hafa kvartað yfir að geta ekki "commentað" bloggið okkar vegna skorts á notendanafni og lykilorði. Ekki þarf neitt notendanafn eða lykilorð - bara skrifa staðfestingarorðið og haka við nafnlaus - þá er hægt að "kommenta" - gjörið svo vel okkur þykir líka vænt um að fá athugasemdir.
JÓL/ASJ
5 ummæli:
Hej igen
her er ikke engang sne tilbage, de sidste par dage har her vaeret 10 -12° varme.
Er ved at forberede julefrokost for arbejdet og juleserierne er kommet op - naesten.
Det var nu godt at hoere at I ikke sidder i lufthavnen og venter, har ellers taenkt paa jer naar nyhederne fra Tailand kom.
I har ikke moedt Fredrik og Mary? De er ogsaa i Tailand for tiden!!.
Mange hilsener Birgit
Her er der sne og koldt. Men det er jo bare julehygge.
halló.
Það væri gaman að heyra í ykkur fljótlega. Er heima og á skype í dag.
Óli
ok - her er der kommet et hvidt lag over det hele igen.
Hvordan har I det? Det er lidt underligt at hoere nyheder fra Thailand disse dage med jer derude.
Mange hilsener Birgit
Jeg anbefaller at i pruver at spile golf på kho samui den er den beste og smukkeste bane jeg har spiled
Hilsen og forsæt godt tur
Arni fra denmark
Skrifa ummæli