Við áttum pantaðan rástíma kl. 10:30 í morgun á Loch Palm vellinum sem er uþb 45 mín frá hótelinu okkar.
Við náðum að slá um 40 æfingabolta áður en við byrjuðum og vorum aðeins þrjú í holli - við tvö og ein ameríkani. Með okkur fylgdu svo þrír caddíar, allt gullfallegar stúlkur sem sáu um að draga pokana okkar, velja kylfurnar okkar, segja okkur til um hvaða stefnu við ættum að taka og hve langt væri inn grín frá hverjum stað sem slegið var. Svo héldu þær á kódósinni meðan slegið var og gerðu smá grín að okkur þegar höggið lenti annarsstaðar en ætlað var. Þetta höfum aldrei prófað áður að hafa einka kylfusvein (kylfumey) í golfi en það verður að segjast að það er mjög þægilegt. Við höfum ekki komið á golfvöll frá því í byrjun september og vorum því dálítið óörugg, en þegar upp var staðið spilaði Anna Sigga á 24 punktum og Jónsi á 23 punktum sem er barasta allt í lagi fannst okkur.
Við höfum verið her á Phuket eyju í 5 daga og höldum áfram yfir á Samui eyju á morgun sunnudag. Strandlífið á ekki alveg við okkur og því var það góð tilbreyting að slá golfbolta í dag. Vonandi eigum við eftir að fara aftur áður en við förum héðan - Thailenskir golfvellir eru bara flottir. Tókum eitthvað af myndum sem við reynum að setja inn á morgun.
2 ummæli:
Kvartað hvefur verið um að þeir sem commnti á síðuna þurfi að vera með notendanafn og lykilorð - svo er ekki.
bara skrifa comment og skrifa staðfestingarorðið sem er sýnt ofan við viðkomandi ramma - ef kjósa þarf identity þá ætti að nægja að merkja við "Nafnlaus"
Var að prófa og það og það virkar
+Kv.
Jónsi
Skrifa ummæli