föstudagur, 31. október 2008
Síðasti dagur í Kína-081031
miðvikudagur, 29. október 2008
Guanzhou - Canton
mánudagur, 27. október 2008
Tongli og Shanghai
Við erum nú búin að vera hér í Shanghai í þrjár nætur og verðum aðrar tvær. Við eigum bókað flug til Guanzhou (Canton) þann 29. október og þaðan förum við líklega til Víetnam - þó ekki endanlega ákveðið. Anna Sigga sofnaði snemma og ég notaði því tækifærið og setti inn myndir frá Shanghai og síkjabænum Tongli sem við heimsóttum í dag. Það var notalegt að koma til Tongli úr ys og þys stórborgarinnar. Skoðið endilega myndirnar og gefið comment ef þið nennið - ég er loksins búinn að stilla comment-möguleikann rétt.
laugardagur, 25. október 2008
Ferðamannafælur í Shanghai
föstudagur, 24. október 2008
Viðkoma og V-merki
fimmtudagur, 23. október 2008
Impression Liu Sanjie


Rigningardagurinn
Thai Massage í Yangshuo
miðvikudagur, 22. október 2008
Kínverskt rauðvín
Endur og tekningar
Við erum en í Yangshuo og áttum góðan en langan dag í dag. Við fórum eldsnemma í morgun (7:15) af stað með minibus til LongJi og skoðuðum hrísgrjónaakra og ættbálkaþorp. Þetta var mjög skemmtilegt, 700 ára uppbygging hrísgrjónaakra í hlíðum fjalla var ótrúlega fallegt að sjá og ættbálkaþorpin bara nokkuð skemmtileg innan þeirra marka sem slík þorp eru. Því þau eru bara túristaleikur. Þarna í hlíðunum búa nokkrir ættbálkar, hver með sín sérkenni, sem kínversk yfirvöld reyna að varðveita. Við túrhestarnir fáum svo einhverskonar grísaveislustemmningu út úr öllu saman og skoðum kellingar í þjóðbúningum selja einhverskonar túristaglingur.
þriðjudagur, 21. október 2008
Mýs, hundar og menn í Yangshuo
sunnudagur, 19. október 2008
Bílar, Bátar og Brúðhjón í Guilin
föstudagur, 17. október 2008
Spitting Image of China
Þar sem við sitjum hér síðla kvölds á hóteli í Wuhan í Kína langaði okkur aðeins að losa okkur við hrákahryllinginn. Okkur er sagt að Kínverjum hafi verið kenndir ýmsir "mannasiðir" í tilefni Olympíuleikanna. T.d. að stilla sér upp í röð, kúka á vestrænum klósettum og gleypa eigin hráka.
sunnudagur, 12. október 2008
Xian - Leirherinn, silkiverksmiðja og fleira
Við fórum að skoða Leirherinn, sem er safn ca. 25 km austur af Xian og borguðum 500 Rmb fyrir bíl, bílstjóra og aðgang að safninu.
Bílstjórinn var mikill sölumaður og sjálfsagt á prósentum hjá ýmsum aðilum, því hann byrjaði á að fara með okkur á verkstæði sem býr til eftirmyndir af leirhernum, húsgögn ofl. Þar gátum við leirstyttu í fullri líkamsstærð og "það kostaði lítið sem ekkert að senda heim til Bingdao (íslands). Við keyptum pínulitla afsteypu fyrir kurteisissakir en sáum eiginlega strax eftir því, því nú þurfum við að burðast með lítinn kall með okkur um Asíu.
En þetta var ekki allt. Næsta stopp var í silkiverksmiðju þar sem við vorum leidd í allan sannleika um hverning silkið verður til, sáum hvernir spunninn er þráður og hvernig búnar eru til silkisængur. ÚPPS.
Þar fundu þeir veikan blett. Áður en við vissum af vorum við búin að kaupa tvær silkisængur sem hvor um sig vegur 1 kíló - ekki var boðið upp á heimsendingu. Svo nú erum við komin með tvær silkisængur og ein leirkall að burðast með.
Eftir stutt hádegishlé komumst við loksins á safnið sem var tilgangur ferðarinnar. Við kláruðum það á ca 3 klst. og börðumst eins og heyrnarsljó og sjónlaust fólk til baka til þess að kaupa ekki allslags drasl á leiðinni til baka - og okkur tókst
Næstum því.
Á leiðinni heim á hótel spurði okkar ágæti vinur bílstjórinn Jack (skrítið nafn í Kína) hver för okkar væri heitið frá Xian. Við svöruðum því. Hann spyr hvort við séum búin að kaupa miða - Og ÚPPPPS - Við keyptum af honum tvo flugmiða til ChongQing á þriðjudag - og bíðið við - Þar tekur á móti okkur John - vinur Jack´s sem ætlar að selja okkur miða í siglingu niður Yangtze fljótið.
Kannski erum við auðveld bráð - kannski - Við vitum þó að það verð sem við borguðum fyrir flugmiðana var sama og /eða ódýrara en það ódýrast sem við fundum á netinu upplýsingar þeirra um verð í siglunguna er mun hagstæðara en verð sem við höfum séð á netinu fyrir sömu báta.
Myndirnar af Leirhernum eru komanr á ljósmyndasvæðið okkar og smá blogg þar með.