Við höfðum ekki kynnt okkur sérstaklega hvað við værum að fara að sjá en sýningin var miklu tilkomumeiri en við höfðum vænst.
Leikstjórinn er Zhang Yimong, sá sami og stjórnaði upphafsathöfninni á ólympíuleikunum í Beijing. Sviðið er náttúrlegt - sjálft Li fljótið og tindarnir sem eru svo einkennandi fyrir þetta svæði í Kína.
Það geta væntanlega fáir aðrir en Kínverjar gert svona sýningu. Fjöldi leikara og söngvara er yfir 600 manns og sýningin sýnd í þessu útileikhúsi tvisvar sinnum á hverju kvöldi. Við sátum í ódýrari sætunum og borguðum 188 Rmb fyrir aðganginn en áhorfendasvæðið tekur eitthvað á þriðjaþúsund áhorfendur. Við mælum eindregið með þessari sýningu fyrir þá sem eiga leið um Yangshuo.
Meðfylgjandi myndir er fengnar af láni á netinu.


Frekari upplýsingar um sýninguna má sjá á: http://www.travelchinaguide.com/attraction/guangxi/yangshuo/impression-sanjieliu.htm
Engin ummæli:
Skrifa ummæli