Vöknuðum í morgun og sáum bara fegurð þegar við litum út um gluggan á herberginu okkar.
Skoðuðum borgina í dag í fylgd kínverskrar leiðsögustúlku. Hún talaði nokkra ensku en það er svolítið gaman að heyra Kínverja tala ensku. Hún notaði "allmost" og "maybe" mikið og oft erfitt að átta sig á samhenginu. "your hotel is allmost three star - maybe". Að segja þetta við þreyttan og pirraðan ferðalang er ávísun á leiðindi og þau urðu í gærkveldi. Við fengum að vísu betra hótel eftir að ég hafði æst mig upp. Og þá sagði hún það vera "almost" og "maybe" four star.
Við föttuðum fyrst seint í eftirmiddag að "allmost" átti að oftast að vera "allways" eða "at least", svo að næstum því 4 stjörnu hótel - var í raun a.m.k 4 stjörnu hótel.
Ég bauð Önnu Siggu upp á heilnudd á hótelinu í kvöld. Enn einn miskilningurinn. Ég sendi Önnu niður en þá birtist allt í einu nuddkona uppi á herbergi hjá mér og fór eitthvað að nudda í mér. Mér tókst að senda hana í burtu.
Anna Sigga endaði hinsvegar niðri kjallara í herbergi með hjónarúmi þar sem nudd (að vísu) kona barði á henni - en Anna Sigga var viss um það þegar hún kom upp aftur að þetta var ekki staður fyrir kvennanudd. Hún var eini kvenkúnninn og heyrði undarlegan karlahlátur í næstu herbergjum á meðan nuddinu stóð. Engar myndir eru til af þessu en skoðið ljósmyndasíðuna okkar - þar eru nýjar myndir frá Guilin.
2 ummæli:
Þetta er týpískt mamma!
Ég gleymi aldrei lyftusögunni hjá ömmu Guðfinnu þegar hún var að fara á hæð sex
hej med jer igen
Det giver lidt liv i den daglige tummerum at læse om jeres oplevelser. Jeg kan lige se massagen for mig.
Her er sne og hvidt i Akureyri, smukt som altid. Har hoert at Hlidarfjall maaske aabner i weekenden, sneproduktionen er i fuld gang! -
mange hilsener fra Akureyri
Skrifa ummæli