föstudagur, 3. október 2008

Það ku vera fallegt í Kína - þar keisarans hallir skína

Í dag höfum við dvalið fjóra í Beijingborg. Við ákváðum að skipta um hótel eftir þrjá nætur á Bejing King´s Joy hótelinu sem er við Meishi Jie. Það hótel var ágætlega staðsett en frekar spartönsk herbergi, án skápa og ekkert pláss nema á rúminu sjálfu. En staðurinn var fínn - mikið líf - reyndar svo mikið að okkur varð um og ó í allri fólksmergðinni.
Nú erum við komin á Novotel Xinqiao Beijing rétt við Chongwenmen metróstöðina austan við Tiananmen torgið. Fínn staður og betra hótel sem við fengum á ca 610 RMB nóttina.
Við heimsóttum Olympíuþorpið í dag og skoðuðum sértaklega "hreiðrið" og sundhöllina.
Hreiðrið er magnaður arkitektúr. 
Við settum myndir inn á ljósmyndasíðuna okkar - svo endilega kíkja þangað.
Á morgun stefnum við á Sumarhöll keisarans og kannski eitthvað meira ef tími gefst til.  Annars er alveg ótrúlegt hvað maður gengur mikið hérna, borgin er gríðalega stór og þegar maður er lagður af stað yfir götu þá er minnst 1/2 km í næstu gatnamót.
Klukkan að verða 24:00 og tími til að fara sofa.