miðvikudagur, 22. október 2008

Endur og tekningar


Við erum en í Yangshuo og áttum góðan en langan dag í dag. Við fórum eldsnemma í morgun (7:15) af stað með minibus til LongJi og skoðuðum hrísgrjónaakra og ættbálkaþorp. Þetta var mjög skemmtilegt, 700 ára uppbygging hrísgrjónaakra í hlíðum fjalla var ótrúlega fallegt að sjá og ættbálkaþorpin bara nokkuð skemmtileg innan þeirra marka sem slík þorp eru. Því þau eru bara túristaleikur. Þarna í hlíðunum búa nokkrir ættbálkar, hver með sín sérkenni, sem kínversk yfirvöld reyna að varðveita. Við túrhestarnir fáum svo einhverskonar grísaveislustemmningu út úr öllu saman og skoðum kellingar í þjóðbúningum selja einhverskonar túristaglingur.
Það versta við svona ferðir eru endurnar og  einkannlega endurtekningarnar. "Enskumælandi" Kínverskir leiðsögumenn virðast allir fara í einhverskonar skóla þar sem þeir læra eitthvert afbrigði af "ensku" - gæti trúað að það væri "kín-enska". Þeir eru flestir illa talandi og - það sem verra er - þeir hafa lært að endurtaka allt sem þeir segja a.m.k. tvisvar. þetta er auðvitað óþolandi og fyrir vikið missir maður áhugann á því sem þeir eru að segja eftir augnablik. Síðan reyna þeir að ná aftur athygli með því að spyrja okkur túrhestana hvað við höldum um hitt og þetta og þá fær maður allveg bólur. ímyndið ykku einn leiðsögumann spyrja svona ca 12-15  hesta um hitt og þetta (og þeir fara allan hringinn).
Svona gæti stutt lýsing kínensks leiðsögumanns hljómað.
"Ví ar ná koming tú - komíng tú - a træbal villigs - a træbal villigs. Ðe villigs - ðe villigs is verí bjúífúl- verí bjútifúl - and ví vil gó - ví vil gó - trú ðe villigs - trú ðe villigs- and mít - and mít -ðe lókal pípol - ðe lókal pípol................."
Þarna var mín athygli gersamlega horfin og ég farinn að geyspa.
Annars rigndi í dag en það var ókei því hitinn er yfir 25 gráður. 
Við reynum að setja einhverjar myndir inn á ljósmyndasvæðið á eftir.
Ef þið viljið beinan tengil þá prófið þetta: http://web.me.com/jonsi2/Site/Ljósmyndir_Photos/Ljósmyndir_Photos.html

JÓL/ASJ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ heimshornaflakkarar
ég lá grenjandi úr hlátri af lýsingum leiðsögumannana. Minnti mig á elskulega leiðsögumenn okkar í Víetnam. Þeir voru þó ekki í endurtekningum heldur töluðu sérstaka ensk-ísku með framburði sem tók smá tíma að læra á. Þetta er greinilega mikið ævintýri og frábærlega bloggað.

kv. brynja Lax

Böðvar Páll Ásgeirsson sagði...

Komiði sæl kæru hjón það er munur hjá ykkur að vera þarna úti í sælunni að þurfa ekki að horfa á Haarde í fjölmiðlum með blaðamannafund dag eftir dag og altaf það sama þetta lagast kannski á morgun þið eigið eftir að búa að þessari landkönnunarferð alla æfi, Böðvar Páll og Greta María