
Eitthvað urðum við að gera okkur til dundurs þennan mikla rigningardag og fyrir utan nuddið þá brugðum við okkur inn í kínverskt vöruhús. Þar var allt milli himins og jarðar til fyrir lítinn pening. T.d rafmagnshella fyrir teketil og suðupott í einu tæki, skartgripir, furðulegir ávextir og sætindi og einhvers konar fiskur í snakkpokum. Þegar við vorum búin að skoða okkur um á neðri hæðinni rákum við augun í þetta skilti sem vísaði á efri hæðina á frábærri kín-ensku. Við þrömmuðum auðvitað upp og litum dýrðina eigin augum. KK (kínverska kaupfélagið) á allt af öllu en mætti kannski fá sér betri kín-ensku auglýsendur.
Við erum annars á leið á ljósasýningu hér í bænum sem okkur er sagt að sé bæði flott og skemmtilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli