Kínverjar taka mikið af ljósmyndum eins og flestar aðra þjóðir.
En það eru bara svo margir Kínverjar að þeir taka fleiri myndir en allir Evrópubúar, Amríkanar og Rússar samanlagt - af þeirri einni ástæðu að þeir eru fleiri.
Svo er einkennandi fyrir Kínverja að þeir taka myndir af öllu - ekkert er svo ómerkilegt að það verðskuldi ekki að vera ljósmyndað. Í Forboðnu borginni í Beijing sáum við t.a.m. Kínverja sem tóku myndir af ruslatunnum og stilltu sér upp fyrir framan þær. Blómabeð, inngangar að verslunum, uppstilling á sígarettum, matseðlar og styttur f. framan hús eru vinsælt myndaefni en nauðsynlegt að einhver sem ljósmyndarinn þekkir sé með á myndinni. Og sá sem situr fyrir sem myndefni gerir jafnan tvennt sem er algerlega ómissandi á mynd - hann snertir bómabeðið, ruslatunnuna, sígarettukartonið, styttuna eða matseðilinn með annarri hendinni, hallar dálítið undir flatt, brosir leyndardómsfullu brosi og krossleggur gjarna fæturna OG SVO GERIR HANN V-MERKIÐ með hinni hendinni.
Anna Sigga prófaði að gera eins og Kínararnir en gleymdi fótunum svo ég skar þá frá á myndinni og svo hefði hún líka mátt halla ofurlítið undir flatt.
1 ummæli:
Þetta er klárlega eitt það hallærislegasta sem maðurinn hefur fundið upp á...
Stella
Skrifa ummæli