laugardagur, 11. október 2008

Komin til Xian í mið-Kína

Við komum hingað til Xian með næturlestinni í morgunn. Megintilgangurinn er að heimsækja Leirherinn sem er hér fyrir utan borgina og það ætlum við að gera á morgun.
Í dag heimsóttum við Múslimahverfið sem er hér rétt hjá hótelinu, fórum í stóru Moskuna og virtum fyrir okkur mannlífið.
Hér er mikil mengun og sá ekki til sólar í dag.
Við höfum sett inn fleiri myndir á ljósmyndsíðuna og hvetjum ykkur endilega til að skoða.
Nýjasta safnið er hérðan frá Xian og nýja Óperuhúsið í Beijing

Engin ummæli: