þriðjudagur, 21. október 2008

Mýs, hundar og menn í Yangshuo

Anna Sigga var ný búin að sporðrenna síðustu djúpsteiktu smárækjunni er henni var litið inn á gólfið á veitingastaðnum. Og hún varð grá í framan. Á gólfinu var pínulítil mús - eiginlega hálfgerð rækja - sem hljóp um gólfið. Allt í einu vara matralystin og löngunin til að sitja áfram á þessum annars ágæta veitinga stað með öllu horfin. Borguðum reikninginn - 78 Rmb - og flýttum okkur burtu.
Og það er haft fyrir satt hér í Kína að hundar séu gjarna á matseðlinum - eins og reyndar flest sem gengið hefur, synt eða flogið hér á jörð. Kínverji hittir annan Kínverja með hund og segir "en hvað þetta er fallegur hundur". Hinn svarar "já og svo er hann líka ætur".
Hvar sem maður gengur um á götum hér í Yangshuo eru sölumenn sem reyna að selja allt sem hægt er að hugsa sér og við erum t.d orðin dulítið þreytt á að heyra "Jinglebells" og "meistari Jakob" spilað á alskyns hljóðfæri og í flestum tilfellum falskt.
Eitt af því fyndna sem þeir segja er "Hallo-Búdda" í belg og biðu í tilraun sinni til að selja manni litlar búddastyttur, eða "MAYBELATER"  í þeirri von að maður komi aftur og láti glepjast.
En hvað sem öðru líður þá er mjög fallegt í þessum pínulitla litla bæ sem Yangshuo er. Hér býr óvenjufátt fólk - aðeins 60.000 manns. Bærinn er byggður inn í og umhverfis allt að 100 metra háa steindranga sem umlykja allan bæinn og fær fyrir vikið mjög sérstakt yfirbragð. Ætli þetta sé bara ekki Hafnarfjörður þeirra Kínverjanna - "Bærinn í hrauninu".

Engin ummæli: