Á siglingu á Perlufljóti
Matarmarkaðshverfið
Dæmigerð bygging á Shaiman eyju
Við röltum um miðborg Guangzhou í gær en höfum tekið því rólega í morgun, pakkað niður bókum og fötum sem við ætlum að senda heim - sennilega eitthvað um 7-8 kg.
Það litla sem við höfum sé að Guangzhou hefur ekki heillað okkur neitt sérstaklega en afar skemmtilegt og fróðleg var þó að heimsækja Shaimaneyjuna þar sem hvítir menn máttu og áttu að búa á í gömlu Canton. Eyjan er að skilin að frá meginlandinu með síkí en snýr til suðurs út að Perlufljóti. Þar er eins og koma inn í einhverskonar trópíska evrópu síðustu aldarmóta (1900), öll hús bera einkenni evrópsk og amrísks arkitektúrs þess tíma.
Við gggnum í gegn um markaðssvæði beint norður af eyjunni, sáum alls slags varning sem við kunnum lítil sem engin skil á og hefðum ekki treyst okkur til að borða - þannig getur maður sjálfsagt soltið í húsi fullu matar.
Við búum á ágætis hóteli - Riverside hotel - niðri við Perlufljót austur af miðborginni. Við tókum bát niður á Shaimaneyju og borguðum 1 Yuan (17 íkr) pr mann fyrir ferðina.
Það er ótrúlegur munur á hvað hlutir kosta hér í Kína. Við borðuðum á hótelinu í fyrrakvöld og drukkum þrjá litla bjóra með. Það kostaði 365 RMB sem er mjög dýrt. Í gærkveli borðuðum við ágætis mat handan götunnar á veitingastað og drukkum tvo stóra bjóra með matnum. Þar borguðum við aðeins 85 RMB (ca 1500 ÍKR). Við fórum svo á barinn á hótelinu og drukkum tvo einfalda Gin í tonic og borguðum 140 RMB (ca 2.400 ÍKR). Þetta eru miklar andstæður.
Útsýnið héðan af 19. hæðinni er fínt - við sjá vel yfir fljótið og getum fylgst með upplýstum bátunum sigla hér um á kvöldin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli