sunnudagur, 12. október 2008

Xian - Leirherinn, silkiverksmiðja og fleira

Við fórum að skoða Leirherinn, sem er safn ca. 25 km austur af Xian og borguðum 500 Rmb fyrir bíl, bílstjóra og aðgang að safninu. 

Bílstjórinn var mikill sölumaður og sjálfsagt á prósentum hjá ýmsum aðilum, því hann byrjaði á að fara með okkur á verkstæði sem býr til eftirmyndir af leirhernum, húsgögn ofl. Þar gátum við leirstyttu í fullri líkamsstærð og "það kostaði lítið sem ekkert að senda heim til Bingdao (íslands). Við keyptum pínulitla afsteypu fyrir kurteisissakir en sáum eiginlega strax eftir því, því nú þurfum við að burðast með lítinn kall með okkur um Asíu.

En þetta var ekki allt. Næsta stopp var í silkiverksmiðju þar sem við vorum leidd í allan sannleika um hverning silkið verður til, sáum hvernir spunninn er þráður og hvernig búnar eru til silkisængur. ÚPPS.

Þar fundu þeir veikan blett. Áður en við vissum af vorum við búin að kaupa tvær silkisængur sem hvor um sig vegur 1 kíló - ekki var boðið upp á heimsendingu. Svo nú erum við komin með tvær silkisængur og ein leirkall að burðast með.

Eftir stutt hádegishlé komumst við loksins á safnið sem var tilgangur ferðarinnar. Við kláruðum það á ca 3 klst. og börðumst eins og heyrnarsljó og sjónlaust fólk til baka til þess að kaupa ekki allslags drasl á leiðinni til baka - og okkur tókst 

Næstum því.

Á leiðinni heim á hótel spurði okkar ágæti vinur bílstjórinn Jack (skrítið nafn í Kína) hver för okkar væri heitið frá Xian. Við svöruðum því. Hann spyr hvort við séum búin að kaupa miða - Og ÚPPPPS - Við keyptum af honum tvo flugmiða til ChongQing á þriðjudag - og bíðið við - Þar tekur á móti okkur John - vinur Jack´s sem ætlar að selja okkur miða í siglingu niður Yangtze fljótið.

Kannski erum við auðveld bráð - kannski - Við vitum þó að það verð sem við borguðum fyrir flugmiðana var sama og /eða ódýrara en það ódýrast sem við fundum á netinu upplýsingar þeirra um verð í siglunguna er mun hagstæðara en verð sem við höfum séð á netinu fyrir sömu báta. 


Myndirnar af Leirhernum eru komanr á ljósmyndasvæðið okkar og smá blogg þar með.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Komið þið sæl kæru hjón. Mikið er gaman að fá að fylgjast með ykkur á ferðalaginu. VÁ!! hvað þetta er all eitthvað magnað. Þið heppin að vera langt frá leiðindunum í hinum vestræna heimi þessa dagana. Annars er bara allt gott að frétta af okkur Jóa og lífið gengur sinn vana gang.
Við höldum áfram að fylgjast spennt með ykkur ferðalöngunum.
Kær kveðja
Fríða og Jói

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl
Gaman að lesa þetta og skoða myndirnar ykkar. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessu stórkostlega ferðalagi.

Kveðja

Björg og Murat

Nafnlaus sagði...

hej med jer

Det havde da været flot med saadan en lersoldat hjemme i stuen i fuld stoerrelse.

Her i Akureyri gaar livet sin vanelige gang - har koebt tandpasta og wc-papir for det naeste aarstid.

Mage hilsener fra os alle
Birgit

Nafnlaus sagði...

det skulle selvfoelgelig vaere MANGE hilsener

Nafnlaus sagði...

Elsku þið!
Flott síða,flottar myndir.
Þið eruð greinilega að njóta lífsins, það er frábært. Fylgist spennt með áframhaldinu.
Kveðja Birna.

Nafnlaus sagði...

Sæl elskurnar
Það var loksins að við fundum bloggið - það er .com en ekki .is eins og þú sagðir í póstinum.
Það hlýtur að vera frábært að vera laus við þetta harmakvein um fjármál svo ég tali nú ekki um að vera í sjöunda himni eða heimi eins og þið - skemmtið ykkur áfram
kveðja
Siggi og Birna