föstudagur, 17. október 2008

Spitting Image of China


Þar sem við sitjum hér síðla kvölds á hóteli í Wuhan í Kína langaði okkur aðeins að losa okkur við hrákahryllinginn. Okkur er sagt að Kínverjum hafi verið kenndir ýmsir "mannasiðir" í tilefni Olympíuleikanna. T.d. að stilla sér upp í röð, kúka á vestrænum klósettum og gleypa eigin hráka.
Þetta hefur tekist bærilega. Kínverjar í Peking voru nokkuð góðir í að standa í röð. Við sáum þá ekki á klósettinu, en við heyrðum og heyrum þá daglega rsækja sig með miklum tilþrifum, hvort sem er á götum úti í rútum eða leigubílum.  Og á eftir fylgir líka þessi grængula slumma og áður en maður veit af er hægri skórinn komin á kaf í þenna viðbjóð. Sennilega höfum við bara verið heppin að fá ekki á okkur hráka. Okkur finnst þetta eiginlega verra en helvítis hundaskíturinn forðum daga í Köben. 
Það er svo skrýtið með þessa þjóð að hú er í senn með eindæmum þrifaleg og svo andartaki seinna subbusóðar. Í rútunni í dag hræktu nokkrir farþegar út sér hýði utan af fræjum, hentu appelsínuberki á gólfið og tómum plastpokum út um gluggan. Á næsta andartaki sáum við konu með viskinn sópa hraðbrautina úti í miðri sveit.
Hana nú og hafið þið það.

Engin ummæli: