mánudagur, 27. október 2008

Tongli og Shanghai


Við erum nú búin að vera hér í Shanghai í þrjár nætur og verðum aðrar tvær. Við eigum bókað flug til Guanzhou (Canton) þann 29. október og þaðan förum við líklega til Víetnam - þó ekki endanlega ákveðið. Anna Sigga sofnaði snemma og ég notaði því tækifærið og setti inn myndir frá Shanghai og síkjabænum Tongli sem við heimsóttum í dag. Það var notalegt að koma til Tongli úr ys og þys stórborgarinnar. Skoðið endilega myndirnar og gefið comment ef þið nennið - ég er loksins búinn að stilla comment-möguleikann rétt.
Við finnum það núna að við erum orðin dálítið þreytt eftir 6 vikna ferðalag og ógleymanlega upplifun, Kínverjarnir fara dálítið í taugarnar á okkur núna. Við finnum meira og meira fyrir okkar eigin fötlun sem felst í því að geta hvorki skilið né talað tungumál Kínverja - né lesið texta. Við ýmist geltum eða hreitum fúkyrðum í Rólexsölumennina - við borðum oftar Pizzu eða KFC, hryllum okkur við hrákahljóðin og langar mest að hella okkur yfir þessa hrákakalla. En því verður ekki neitað að KÍNA er stórkostlegt land.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi Tongli er greinilega inblástursnáma arkitektsins - flottur. Ég sé að plokkarinn sem við vorum að borða ætti alveg upp á pallborðið hjá ykkur - en hér gildir núna að vera hagsýnn og velja íslenskt - það er sennilega ekkert "Iceplokk" að finna innan um McDonalds og KFC í Kína. Njótið austurlandanna. kv Birna + Siggi